Í dag þriðjudaginn 18. ágúst er á Ormsteiti boðið upp á smalagöngu frá Óbyggðasetri Íslands upp í hlíðar Egilsstaðafjalls í Fljótsdal. Í ferðinni er m.a. litið inn í grjóthlaðið smalabirgi og gengið fram hjá gamla heyvírnum sem liggur frá fjallsbrún og heim á tún. Um það bil þriggja klukkustunda ganga í fjalllendi. Í Óbyggðasetrinu verður boðið upp á hádegis- og kvöldmat sem og kaffiveitingar um miðjan daginn.
Klukkan 18.00 hefst veiðidagur fjölskyldunnar við Kirkjumiðstöðina við Eiðavatn. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna þar sem veitt verða verðlaun fyrir stærsta fiskinn og þann sem veiðir flesta fiskana. Boðið verður upp á kaffi, kakó og kleinur eftir veiðina.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.