Sláttur í fullum gangi!

Bændur á Fljótsdalshéraði nýta sér þessa björtu daga til heyskapar.  Hvar sem litið er, er verið að slá, raka eða rúlla.  Sprettan hefur þó oft verið betri, enda júnímánuður síðastliðinn frekar kaldur.  Í nýjasta tölublaði  Bændablaðsins kemur fram að spretta er mjög misjöfn á norður- og austurlandi vegna veðurfarsins undanfarið.  
Á Hafursá í Skógum voru bændur að störfum í morgun.  Þó hefðbundinn búskapur sé ekki stundaður á Hafursá, hafa túnin þar verið nýtt á hverju sumri, enda sprettan þar yfirleitt góð.  Þakka menn það skjólinu af skóginum og  hagstæðri legu túnanna.