Skýrsla um flutning innanlandsflugs

KPMG í samstarfi við nokkur sveitarfélög,  þar á meðal Fljótsdalshérað,  hafa tekið saman skýrslu um áhrif þess ef miðstöð innanlands flyst frá Reykjavík.

Í skýrslunni kemur fram að flugferðum mundi fækka um 20% til  40% á einstökum flugleiðum innanlands yrði  miðstöð innanlandsflugs flutt til Keflavíkur.  Ferðakostnaður íbúa landsbyggðarinnar myndi aukast verulega. Þá mundi kostnaður við sjúkraflug aukast,  við flutning flugvallarins frá Reykjavík til Keflavíkur, að mati skýrsluhöfunda og öryggi sjúklinga minnka.


Gert er ráð fyrir að fækkun flugfarþega minnki eftir því sem fjær dregur höfuðborginni  þannig að það yrði um 20% fækkun frá Egilsstöðum en það myndi þó leiða til að flugferðum myndi fækka.


Smellið hér til að skoða skýrsluna.