Skrifstofustarf hjá Fljótsdalshéraði

Fjármálasvið Fljótsdalshéraðs auglýsir laust 50% starf í bókhaldsdeild. Starfið felst meðal annars í umsjón með daglegri greiðslu reikninga og umsjón með innheimtu fasteignagjalda.

Leitað er eftir einstaklingi með menntun og reynslu á sviði bókhalds og fjármálaumsýslu.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og FOSA (Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi)
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til 1. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið gefur Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri, sími 4700700, netfang gudlaugur@egilsstadir.is