Skrifað var undir samstarfssamning Fljótsdalshéraðs og Skátafélagsins Héraðsbúa í dag. Samningurinn byggir á farsælu og nánu samstarfi samningsaðila til nokkurra ára og mótar samskipti þeirra til framtíðar.
Í samningunum felst meðal annars að skátafélagið Héraðsbúar hafi endurgjaldslaus afnot af Skátalundi í Selskógi og hafi leyfi fyrir nokkrum framkvæmdum þar. Einnig hafi félagð afnotarétt af félagsaðstöðu í Ný-Ung í samráði við forstöðumann félagsmiðstöðva Fljótsdalshéraðs.
Þá er félaginu tryggt 250.000 króna rekstrarframlag á árinu en á móti því kemur að skátafélagið skuldbindi sig til að vera virkur þátttakandi í hátíðum á vegum sveitarfélagsins eins og 17. júní og Ormsteiti.
Samningurinn gildir til tveggja ára frá undirskrift og verður framlag til rekstursins endurskoðað árlega.
Á myndinni eru Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Óðinn Gunnar Óðinnsson, atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúi Fljótsdalshéraðs, ásamt Þórdísi Kristvinsdóttur og Margrét Sigbjörnsdóttur sem undirrituðu fyrir hönd skátanna.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.