Fyrirhugað er að ylströndin við Urriðavatn með tilheyrandi mannvirkjum verði að veruleika og tekin í notkun vorið 2019.
Eigendur Bláa lónsins og Jarðbaðanna í Mývatnssveit taka þátt í verkefninu ásamt heimamönnum og voru samningar undirritaðir í dag á hráslagalegum janúardegi.
Í frétt RÚV frá í hádeginu segir að hópur heimamanna hafi í þrjú ár unnið að því að koma framkvæmdum af stað. Ellefu hluthafar hafi skuldbundið sig til að leggja samtals 280 milljónir í verkefnið en gert er ráð fyrir að heildarkostnaður verði um 500 milljónir króna. Ívar Ingimarsson einn hluthafa segaði að nú væri næg fjármögnun tryggð til að ylströndin yrði að veruleika. „Með þeirra aðkomu er það skref stigið að þetta mun klárast. Þetta eru aðilar sem þekkja svona verkefni vel og mikið fagnaðarefni að fá þá að borðinu.“
Á ylströndinni verður heitt vatn úr borholum HEF við Urriðavatn nýtt til baðaðstöðu og gert er ráð fyrir að þetta gleðji bæði heimamenn og túrista enda ylströndin stutt frá hringveginum og alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum..
Til þessa hefur Urriðavatn nær eingöngu verið nýtt til sundiðkana af þeim köppum sem þreyta Urriðavatnssund sem er ein af fjórum keppnisgreinum í svokölluðum Landvættum.
Hér má sjá frétt RÚV um málið.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.