Skráning hafin í Hjólað í vinnuna 2011

Dagana 4. – 24. maí fer fram fyrirtækjakeppnin “Hjólað í vinnuna”. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta.

Opnað hefur verið fyrir skráningu og geta vinnustaðir því hafist handa við að skrá sig og sín lið.

Í fyrra tóku átta fyrirtæki og stofnanir á Fljótsdalshéraði þátt í keppninni og hjóluðu þátttakendur alls um 1550 km sem jafngildir rúmlega hring í kringum landið. Lið SKRA og KPMG sigraði í innanhéraðskeppninni eftir hörku keppni. Í öðru sæti varð lið bæjarskrifstofanna á Lyngási en lið bæjarskrifstofanna í Einhleypingi hafnaði í þriðja sæti.

Nánari upplýsingar um verkefnið og skráningu er að finna á heimasíðunni www.hjoladivinnuna.is.