Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 3. desember var kallað eftir heildstæðri stefnu frá stjórnvöldum um rekstur og markaðssetningu alþjóða flugvallarins á Egilsstöðum.
Í bókun bæjarstjórnar segir:
"Það er skoðun bæjarstjórnar að stefna skuli að því að opnuð verði fleiri en ein fluggátt fyrir alþjóðaflug inn í landið vegna aukningar ferðamanna, öryggis þeirra og sem lið í því að dreifa álagi vegna hins aukna ferðamannastraums til landsins.
Bæjarstjórn tekur heilshugar undir ályktun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá því í september sl. þar sem eindreginn stuðningur var við hugmyndina um eflingu Egilsstaðaflugvallar sem aðra gátt ferðamanna til landsins. Bókun bæjastjórnar Norðurþings frá 21. október sl. tekur undir þessa hugmynd, en þar eru stjórnvöld hvött til að markaðssetja Egilsstaðaflugvöll til erlendra flugfélaga sem valkost við Keflavíkurflugvöll.
Bæjarstjórn fagnar því að Egilsstaðaflugvöllur sé nefndur í þessum bókunum sem annar valkostur við Keflavík, og styrkir þá skoðun hennar að hann sé best til þessa hlutverks fallinn.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs skorar á stjórnvöld að byggja flugvöllinn upp enn frekar svo nýta megi hann betur sem alþjóðlega samgöngumiðstöð."
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.