Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, afhenti á þriðjudag Bergþóri Ólasyni, formanni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, áskorun undirritaða af fulltrúum allra framboða í bæjarstjórn, úr sveitarstjórnum sveitarfélaganna sem sameinast í ár, atvinnulífs og annarra áhugasamra aðila. Í áskoruninni er skorað á Alþingi og samgönguyfirvöld að eyða óvissu um framgang nýs vegar yfir Öxi.
Gert er ráð fyrir Axarvegi í fyrirliggjandi frumvarpi um samvinnuverkefni í vegaframkvæmdum og hefur bæjarráð einróma samþykkt ályktun til stuðnings frumvarpinu, sem er nú í meðförum Alþingis.
Auk Bergþórs hitti Stefán Bogi að máli Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, 1. þingmann Norðausturkjördæmis, og afhenti þeim einnig samskonar áskoranir.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.