Þórhalla Sigmundsdóttir, sem gegnt hefur starfi skólastjóra Fellaskóla þetta skólaár, hefur valið að segja starfi sínu lausu.
Auglýst var eftir skólastjóra og bárust tvær umsóknir um stöðuna. Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Önnu Birnu Einarsdóttur sem starfar nú sem umsjónarkennari á yngsta stigi við Grandaskóla í Reykjavík. Anna Birna hefur lengst af starfað sem kennari, deildarstjóri og staðgengill skólastjóra við Borgarhólsskóla á Húsavík. Hún hefur meðal annars lokið meistaranámi í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun.
Stefanía Malen Stefánsdóttir, skólastjóri Brúarásskóla, fékk úthlutað námsleyfi á næsta skólaári og verður því í leyfi frá störfum. Auglýst var eftir skólastjóra til að gegna stöðunni í Brúarásskóla og samið hefur verið við Sigríði Stellu Guðbrandsdóttur um starfið. Sigríður Stella kemur frá Djúpavogi þar sem hún hefur gegnt starfi umsjónarkennara á miðstigi.
Anna Birna og Sigríður Stella eru boðnar velkomnar til starfa á Fljótsdalshéraði.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.