Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, 3. júní, var samþykkt tillaga fræðslunefndar um að grunn-, leik- og tónlistarskólinn á Hallormsstað verði sameinaðir í eina stofnun og auglýst laus til umsóknar staða skólastjóra hins nýsameinaða skóla frá og með næsta skólaári.
Með nýjum leik- og grunnskólalögum, sem samþykkt voru fyrir um ári síðan, var opnaður sá möguleiki að sameina leik-, grunn- og tónlistarskóla með þessum hætti og gert ráð fyrir að sá sem valinn væri til að stjórna slíkum sameinuðum skóla skyldi hafa leyfisbréf á leik- og/eða grunnskólastigi. Með þessu er verið að styrkja stöðu lítilla skóla víðs vegar á landsbyggðinni, þar sem hver eining um sig kann að verða svo lítil, að erfitt sé að finna fyrir því fagleg- og/eða fjárhagsleg rök að halda starfseminni gangandi, en sameinaðar geta þær staðið mun styrkari stoðum. Talsverð fækkun nemenda blasir við á Hallormsstað, en í leik- og grunnskóla voru mest um 67 nemendur í vetur, en verða að óbreyttu um 50 á næsta skólaári. Mikið og gott samstarf hefur verið á milli skólastofnananna og því allar forsendur fyrir hendi til að sameining þeirra geti styrkt og eflt gott starf sem þegar er unnið þar.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.