Keppnisflokkarnir voru sjö talsins í ár; Almennur flokkur, atvinnuvegir, hugbúnaður, hönnun, slysavarnir, leikföng og orka og umhverfi.
Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir, nemandi í 10.bekk Egilsstaðaskóla, sigraði í flokki hugbúnaðar og hlaut önnur verðlaun í flokki hönnunar. Þorgerður María Þorbjarnardóttir vann önnur verðlaun í hugbúnaðarflokki, en hún er einnig nemandi í 10.bekk Egilsstaðaskóla.
Sigríður Tinna hlaut svonefndan Guðrúnarbikar fyrir framúrskarandi störf í vinnusmiðju NKG 2010. Bikarinn var nú afhentur í fyrsta sinn, til heiðurs Guðrúnar Þórsdóttur heitinnar. Guðrún var ein af upphafsaðilum Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og vann ómetanlegt starf í þágu nýsköpunarmenntar.
Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson verndari keppninnar, afhenti verðlaun og flutti hátíðarávarp. Mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir, afhenti viðurkenningarskjöl til þátttakenda og grunnskóla.
Á síðasta ári hófst átak í skólum Fljótsdalshérað til að efla nýsköpunarmennt á öllum skólastigum. Þessi góði árangur í NKG er nemendum og kennurum á Héraði hvatning til frekari dáða.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.