Skoðanakönnun um Austurland

Tarfar við Sandfell. 
Mynd: Skarphéðinn G. Þórisson
Tarfar við Sandfell.
Mynd: Skarphéðinn G. Þórisson

Verkefnið Áfangastaðurinn Austurland hefur verið unnið fyrir opnum tjöldum af Austurbrú með aðkomu ólíkra hagsmunahópa í því skyni að þróa og búa til vörumerkið Austurland. Nú er leitað eftir viðhorfum heimamanna á Austurlandi um Austurland.

Óskað er eftir að sem flestir íbúar Austurlands taki þátt í könnun sem hægt er að nálgast hér
http://www.austurbru.is/is/frettir/afangastadurinn-austurland-konnun .

Góð þátttaka í könnuninni mun reynast verkefninu afar dýrmæt. Öll svör eru mikilvæg og órekjanleg.