Skoðanakönnun - íbúar hvattir til þátttöku

Á næstu dögum verður borin í hús skoðanakönnun. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í henni til að ni…
Á næstu dögum verður borin í hús skoðanakönnun. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í henni til að niðurstöðurnar endurspegli viðhorf meirihluta íbúa.

Á næstu dögum verður borin í hús skoðanakönnun sem hefur það hlutverk að kanna hug íbúa til frekari samvinnu/sameiningar sveitarfélaga á Austurlandi. Hægt er að skila skoðanakönnuninni á skrifstofu sveitarfélagsins eða póstleggja svarbréfið. Sama skoðanakönnun verður send út hjá öðrum þeim sveitarfélögum á Austurlandi sem Fljótadalshérað á nú þegar í mestu samstarfi við m.a. er varðar bæði félagsþjónustu og brunavarnir.  Nánari upplýsingar koma fram í þeim texta sem sendur verður út á könnunarblaðinu.

Sérstök umslög fylgja könnuninni og burðargjald greiðist af viðtakanda /Fljótsdalshéraði.

Íbúar eru hvattir til að taka þátt til að niðurstöðurnar endurspegli sem best viðhorf meirihluta íbúa.