Skipulögð glæpastarfsemi: Borgarafundur

Almennur borgarafundur um viðbrögð við skipulagðri glæpastarfsemi verður haldinn í Hlymsdölum miðvikudaginn 2. maí kl. 17:00

Framsögur flytja meðal annars:
Fulltrúar frá Fljótsdalshéraði
fulltrúar lögreglu
og fulltrúar vélhjólasamtaka á svæðinu.

Einnig verða viðraðar hugmyndir um nágrannavörslu.
Að loknum framsögum verða almennar umræður um málið.

Höfum áhrif á samfélag okkar, mætum á fundinn og tökum þátt í umræðum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs.