Á fundi bæjarstjórnar 03.12.2014 voru samþykktar skipulagslýsingar, sem tilgreindar eru hér fyrir neðan.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér skipulagslýsingarnar skv. ákv. gr. 4.2 og 5.2 í skipulagsreglugerð.
Urriðavatn: Skipulagslýsing dagsett 25.11.2014 fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði við Urriðavatn.
Hátungur: Skipulagslýsing dagsett 08.10.2014 vegna skipulagsáforma á Hátungum, Vatnajökulsþjóðgarði. Í deiliskipulaginu felst m.a. að bæta aðstöðu landvarða og ferðamanna á svæðinu. Gera á ráð fyrir salernisaðstöðu, aðstöðu fyrir landvörð og upplýsingastanda.
Lýsingarnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs, að Lyngási 12, Egilsstöðum mánudaginn 15. desember 2014 frá kl. 8:00 til kl. 16:00. Lýsingin verður einnig á heimasíðu sveitarfélagsins egilsstadir.is
Íbúum er með þessu gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum við lýsingarnar.
Ábendingar, ef einhverjar eru, óskast sendar skipulags- og byggingarfulltrúa, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, eigi síðar en mánudaginn 29. desember 2014, merkt Skipulagslýsingar.
Tillaga að breytingu á Aðalskiplagi Fljótsdalshéraðs 2008 2028, og tillögur að deiliskipulögunum verður svo til sýnis á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs, að Lyngási 12, Egilsstöðum mánudaginn 5. janúar 2015 frá kl. 8:00 til kl. 16:00 og á heimasíðu sveitarfélagsins egilsstadir.is.
Ábendingar vegna skipulagstillagnanna, ef einhverjar eru óskast sendar Skipulags- og byggingarfulltrúa, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, eigi síðar en þriðjudaginn 13. janúar 2015, merkt Skipulagstillögur.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Fljótsdalshéraðs.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.