Skipulagslýsing: Deiliskipulag Grímsárvirkjun

Skipulags- og byggingarfulltrúi Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér skipulagslýsingu skv. ákv. gr. 5.2.1 í skipulagsreglugerð.

Skipulagslýsing dagsett 14. nóvember 2014 vegna skipulagsáforma í landi Grímsárvirkjunar í Skriðdal. Í deiliskipulaginu felst að byggja aðveitustöð við virkjunina.
Lýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs, að Lyngási 12, Egilsstöðum mánudaginn 2. febrúar 2015 frá kl. 8:00 til kl. 16:00. Lýsingin verður einnig á heimasíðu sveitarfélagsins „egilsstadir.is“

Íbúum er með þessu gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum við lýsinguna.
Ábendingar, ef einhverjar eru, óskast sendar skipulags- og byggingarfulltrúa, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, eigi síðar en fimmtudaginn 12. febrúar 2015, merkt “Skipulagslýsing.”

Tillaga að deiliskipulaginu verður svo til sýnis á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs, að Lyngási 12, Egilsstöðum fimmtudaginn 19. febrúar frá kl. 8:00 til kl. 16:00 og á heimasíðu sveitarfélagsins „egilsstadir.is“.
Ábendingar vegna skipulagstillögunnar, ef einhverjar eru óskast sendar Skipulags- og byggingarfulltrúa, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, eigi síðar en mánudaginn 2. mars 2015, merkt “Skipulagstillaga.”

Skipulags- og byggingarfulltrúi
Fljótsdalshéraðs.