Stjórn Héraðsforeldra, samtaka foreldrafélaga grunnskóla á Fljótsdalshéraði, fundaði fyrir nokkrum dögum. Þar tók Skúli Björn Gunnarsson við formennsku í félaginu af Sigrúnu Blöndal sem gengur úr stjórn félagsins. Þorbjörg Ásbjörnsdóttir verður áheyrnarfulltrúi foreldra í fræðslunefnd og Steinunn Ásmundsdóttir fulltrúi Héraðsforeldra í fulltrúaráði Heimilis og skóla. Aðrir í stjórn eru: Freydís Dana Sigurðardóttir, sem ásamt formanni er fulltrúi foreldra í Hallormsstaðaskóla, Harpa Jónasdóttir, sem ásamt Þorbjörgu eru fulltrúar Fellaskóla, Steinunn Snædal og Þórey Eiríksdóttir frá Brúarásskóla og Skarphéðinn Smári Þórhallsson sem ásamt Steinunni Ásmundsdóttur eru fulltrúar Egilsstaðaskóla.
Hér má fá meiri upplýsingar um samtök foreldrafélaga grunnskóla á Fljótsdalshéraði.
Meðfylgjandi er mynd af stjórninni, þó sambland af gömlu og nýju stjórninni, ásamt fræðslufulltrúa.