Skíðasvæðið í Stafdal verður opið alla dagana um páskana. Allir eru velkomnir á svæðið hvort sem er á skíði, bretti, þotur, sleða eða bara til að njóta útivistar og kíkja í kaffi í skíðaskálanum. Búið er að troða göngubraut og efri lyftan er opin. Það er því um fjölda skemmtilegra skíðaleiða að ræða við allra hæfi. Einnig er hægt að fá leigð skíði og bretti fyrir allan aldur.
Opnunartími í Stafdal er eftirfarandi frá 10. – 17. apríl:
Mánudagur 10. apríl kl. 11-16
Þriðjudagur 11. apríl kl. 11-16
Miðvikudagur 12. apríl kl. 11-16
Skírdagur 13. apríl kl. 11-16
Föstudagurinn langi 14. apríl kl. 11-16 og 20-23. Apres ski stemning í fjallinu.
Laugardagur 15. apríl kl. 11-16. Þrautabrautir fyrir börn á öllum aldri.
Páskadagur 16. apríl kl. 10-16. Klukkan 11 er gönguskíðakennsla og tímataka fyrir þá sem vilja. Klukkan 12 er páskaeggjaleit.
Annar í páskum 17. apríl kl. 11-16
Nánari upplýsingar um dagskrá og opnanir á www.stafdalur.is og á Facebook Skíðasvæðið í Stafdal.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.