- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Æfingaáætlunin er hins vegar þannig að 6 - 7 ára börn æfa kl. 17-19 miðviku- og fimmtudaga og kl. 10-11.30 á laugardögum, en 8 ára og eldri æfa á sama tíma auk þess sem æfingar eru einnig á föstudögum milli kl. 17-19. Æfingar fyrir þessa aldurhópa hefjast 5. janúar.
Eins og fyrr sagði verður byrjendanámskeið barna haldið 8.-9. og 15.-16. janúar milli kl. 12.30 og 13.30. Æfingar Krílaskólans hefjast svo 22. janúar og er æft á laugardögum milli kl. 12.30 og 14.
Í auglýsingu frá skíðafélaginu kemur fram að börn eru á skíðum á ábyrgð foreldra eða forráðamanna og að nauðsynlegt er að foreldrar yngri barna og þeirra sem eru að byrja séu á staðnum meðan æfingar fara fram. Þá er skilt að nota hjálm við æfingar.
Verðskrá Skíðafélagsins í Stafdal er þannig:
Byrjendanámskeið barna 3.000-
Krílaskólinn 8.000-
6-7 ára 16.000-
8 ára og eldri 19.000-
25% afsláttur fyrir annað barn (yngra) og 40% afsláttur fyrir þriðja barn, fjórða barn frítt. Lyftukort eru innifalin í æfingagjöldum.
Heimasíða félagsins er http://skis.123.is . Skráningar sendist á mbk@verkis.is (nafn, foreldri, heimilisfang, kennitala beggja, sími og netfang).