Skemmtilegur ratleikur í Selskógi

Búið er að útbúa kort og leiðbeiningar fyrir ratleik í Selskógi sem ætlaður er t.d. foreldrum með börn á aldrinum 10 ára og yngri. Ratleikurinn hentar bæði heimamönnum og ferðafólki og tekur u.þ.b. 1 ½ til 2 klukkustundir. Í leiknum eru 10 stöðvar og á hverri stöð er vísbending og bókstafur. Vísbendingin leiðir menn að næstu stöð. Bókstafurinn er skrifaður á sérstakt blað og þegar leiknum er lokið og öllum bókstöfunum hefur verið safnað þarf að raða þeim saman svo þeir myndi orð. Þegar lausnin er fundin má skila blaðinu í Upplýsingamiðstöð Austurlands að Miðvangi 1 á Egilsstöðum. Þar með eru þátttakendur komnir í pott sem dregið verður úr í byrjun vetrar.

Hægt er að nálgast kort með leiðbeiningum á heimasíðu Fljótsdalshéraðs, undir Ferðamenn > Kort, eða hér. Einnig er hægt að fá kortið á Upplýsingamiðstöð Austurlands, Miðvangi 1, Egilsstöðum eða í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.