Skautasvell og göngubrautir

Búið er að gera skautasvell á tjörninni í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. En í gær var vatni dælt í tjörnina með það að markmiði að stækka svellið, þannig að þar ættu nú að vera góðar aðstæður fyrir þá sem áhuga hafa á að renna sér á skautum.

Þá er stefnt að því að leggja skíðagönguleiðir á Fjarðarheiðinni á laugardaginn og sunnudaginn. En í vetur er fyrirhugað að leggja gönguskíðaspor þegar aðstæður leyfa, annað hvort í Selskógi eða við skíðaskála Snæhéra á Fjarðarheiði.