SKAUST fær fé til brúargerðar

Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynntu samning við Skotfélag Austurlands vegna brúargerðar yfir Eyvindará við aðstöðu félagsins á Þuríðarstöðum, sem byggir á samþykkt bæjarstjórnar frá fyrri hluta árs 2014. Samkvæmt samningnum styrkir Fljótsdalshérað Skotfélagið um allt að 50% af áætluðum kostnaði við framkvæmdina, á árinu 2015 kr. 3.000.000,- og á árinu 2016 að hámarki kr. 1.500.000,-.

Bæjarráð samþykkti í dag samningsdrögin og veitti bæjarstjóra umboð til að undirrita samninginn fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.

Myndin er frá undirritun samningsins en á henni eru bæjarfulltrúarnir, Gunnhildur Ingvarsdóttir, Gunnar Jónsson, Anna Alexandersdóttir og Sigrún Blöndal ásamt þeim Bjarna Thor Haraldssyni, formanni SKAUST, og Birni Ingimarssyni bæjarstjóra.