Skátarnir hreinsa strandlengjuna út í Stapavík

Þann 11. maí stóð skátafélagið Héraðsbúar fyrir strandhreinsun á gönguleiðinni út í Stapavík. Mættir voru 74 sjálfboðaliðar í verkefnið. Veður lék við mannskapinn, sem var góð tilbreyting því vetur konungur hefur verið lengi að koma sér í frí. Það var týnt mikið af rusli, eða u.þ.b. 16 rúmmetrar. Dagurinn endaði svo á því að grilla og þeir yngstu busluðu aðeins í sjónum. Frábær og vel heppnaður dagur í alla staði.

Þess má einnig geta að þetta verkefni er hluti af umhverfisverkefni sem elsti hópur Skátafélagsins Héraðbúa er að taka þátt í ásamt 20 ríkjum í Bandaríkjunum og 20 löndum víðsvegar um heiminn og vinna skátarnir á Héraði sitt verkefni með skátum frá Ohio. Í byrjun júní fara skátarnir (alls 18 manns, 15 krakkar og 3 fullorðnir) til Ohio til að taka þátt í strandhreinsunarverkefni þar og koma ekki heim aftur fyrr en 14. júní. Það er Alcoa foundation sem styrkir Wagggs (Heimsbandalag kvenskáta) í þessu verkefni. Skátafélagið Héraðsbúar hvetur alla til að hugsa sig vel um áður en rusli rusli er fleygt á víðavangi og á hafi úti og helst sleppa því alveg.