- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Laugardaginn 11. maí nk. stendur Skátafélagið Héraðsbúar fyrir strandhreinsunarátaki á gönguleiðinni milli Unaóss og Stapavíkur. Óskað er eftir að sem allra flestir leggi málefninu lið því margar hendur vinna létt verk. Hist verður kl. 11.00 við Unaós þar sem gönguleiðin í Stapavík byrjar. Þegar líða tekur á daginn verður þátttakendum boðið í grillveislu. Nauðsynlegt er að allir séu klæddir eftir veðri, vel skóuð og með aukabita og vatnsflösku. Ruslapokar og annað sem þarf í hreinsunarátakið er á staðnum.
Nánari upplýsingar í síma 894-5669