- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Skákmót grunnskóla á Fljótsdalshéraði 2012 fór fram í Egilsstaðaskóla mánudaginn 26. mars. Alls tóku rúmlega 50 nemendur úr skólunum fjórum þátt í mótinu.
Tefldar voru 5 umferðir og að þeim loknum stóð Mikael Máni Freysson í 9. bekk í Hallormsstaðarskóla uppi sem sigurvegari. Hann og Hjálmar Óli Jóhannsson úr sama skóla voru báðir með 4 vinninga fyrir lokaumferðina og skák þeirra í síðustu umferð því hrein úrslitaskák.
Mikael Máni hlaut að launum farandbikar og eignarbikar. Bólholt lagði til verðlaunin en auk bikaranna voru veittir verðlaunapeningar fyrir þrjú efstu sætin í drengja- og stúlknaflokki í aldurshópunum 1.-5. bekkur og 6.-10. bekkur.
Úrslit voru mótsins voru að öðru leyti þessi:
1.-5. bekkur
Stúlkur
Drengir
6.-10. bekkur
Stúlkur
Drengir