Skákmót grunnskóla á Fljótsdalshéraði 2012

Skákmót grunnskóla á Fljótsdalshéraði 2012 fór fram í Egilsstaðaskóla mánudaginn 26. mars. Alls tóku rúmlega 50 nemendur úr skólunum fjórum þátt í mótinu.

Tefldar voru 5 umferðir og að þeim loknum stóð Mikael Máni Freysson í 9. bekk í Hallormsstaðarskóla uppi sem sigurvegari. Hann og Hjálmar Óli Jóhannsson úr sama skóla voru báðir með 4 vinninga fyrir lokaumferðina og skák þeirra í síðustu umferð því hrein úrslitaskák.

Mikael Máni hlaut að launum farandbikar og eignarbikar.  Bólholt  lagði til verðlaunin en auk bikaranna voru veittir verðlaunapeningar fyrir þrjú efstu sætin í drengja- og stúlknaflokki í aldurshópunum 1.-5. bekkur og 6.-10. bekkur.

Úrslit voru mótsins voru að öðru leyti þessi:

1.-5. bekkur

Stúlkur

  1. Anna Birna Jakobsdóttir, 5.b Hallormsstaðarskóla
  2. Guðrún Lára Einarsdóttir, 4.b Fellaskóla
  3. Jófríður Úlfarsdóttir, 5.b Egilsstaðaskóla

Drengir

  1. Vignir Freyr Magnússon, 5.b Egilsstaðaskóla
  2. Máni Benediktsson, 2.b Brúarásskóla
  3. Hólmar Logi Ragnarsson, 5.b Brúarásskóla

6.-10. bekkur

Stúlkur

  1. Eydís Hildur Jóhannsdóttir, 8.b Hallormsstaðarskóla
  2. Laufey Sverrisdóttir, 10. b Fellaskóla
  3. Hjördís Sveinsdóttir 9.b Hallormsstaðarskóla

Drengir

  1. Mikael Máni Freysson, 9.b Hallormsstaðarskóla
  2. Wiktor T. Tómasson, 7.b Fellaskóla
  3. Kolbeinn Magnús Lárusson, 10.b Hallormsstaðarskóla