Skák: Ólafur Sveinmar grunnskólameistari Fljótsdalshéraðs

Grunnskólamót Fljótsdalshéraðs í skák fór fram í Egilsstaðaskóla þriðjudaginn 1. apríl. Þetta er í fimmta sinn sem mótið fer fram og var þátttaka með besta móti en alls tóku 74 nemendur úr þremur skólum þátt í mótinu. Tefldar voru fimm umferðir og réðu stig þar sem vinningar voru jafnir.

Grunnskólameistari Fljótsdalshéraðs varð Ólafur Sveinmar Guðmundsson í 8. bekk í Egilsstaðaskóla en hann vann allar sínar skákir eins og Daníel Just í 6. bekk sem einnig fékk fimm vinninga en var stigalægri. Bólholt gaf sigurvegaranum veglegan eignabikar en að auki fékk hann farandbikar til varðveislu í eitt ár. Allir verðlaunahafar fengu síðan verðlaunapeninga frá Bólholti. Skemmtilegar myndir frá mótinu má skoða á heimasíðu Egilsstaðaskóla. Að öðru leyti urðu úrslit þessi:

Stúlkur 1.-5. bekkur
1. Telma Ósk Þórhallsdóttir 3.b Egilsstaðaskóli
2. Hrafnhildur Margrét Vídalín 5.b Fellaskóli
3. Stefanía Þordís Vídalín 1.b Fellaskóli

Drengir 1.-5. bekkur
1. Sveinbjörn Fróði Magnússon 5.b Egilsstaðaskóli
2. Atli Skaftason 5.b Brúarásskóli
3. Máni Benediktsson 4.b Brúarásskóli

Stúlkur 6.-10. bekkur
1. Eydís Jóhannsdóttir 10.b Egilsstaðaskóli
2. Embla Von Sigurðardóttir 10.b Egilsstaðaskóli
3. Díma Írena Pálsdóttir 8.b Egilsstaðaskóli

Drengir 6.-10. bekkur
1. Ólafur Sveinmar Guðmundsson 8.b Egilsstaðaskóli
2. Daniel Just 6.b Egilsstaðaskóli
3. Atli Geir Sverrisson 10.b Egilsstaðaskóli

Sverrir Gestsson, skákstjóri