Grunnskólamót Fljótsdalshéraðs í skák fór fram í Egilsstaðaskóla þriðjudaginn 1. apríl. Þetta er í fimmta sinn sem mótið fer fram og var þátttaka með besta móti en alls tóku 74 nemendur úr þremur skólum þátt í mótinu. Tefldar voru fimm umferðir og réðu stig þar sem vinningar voru jafnir.
Grunnskólameistari Fljótsdalshéraðs varð Ólafur Sveinmar Guðmundsson í 8. bekk í Egilsstaðaskóla en hann vann allar sínar skákir eins og Daníel Just í 6. bekk sem einnig fékk fimm vinninga en var stigalægri. Bólholt gaf sigurvegaranum veglegan eignabikar en að auki fékk hann farandbikar til varðveislu í eitt ár. Allir verðlaunahafar fengu síðan verðlaunapeninga frá Bólholti. Skemmtilegar myndir frá mótinu má skoða á heimasíðu Egilsstaðaskóla. Að öðru leyti urðu úrslit þessi:
Stúlkur 1.-5. bekkur
1. Telma Ósk Þórhallsdóttir 3.b Egilsstaðaskóli
2. Hrafnhildur Margrét Vídalín 5.b Fellaskóli
3. Stefanía Þordís Vídalín 1.b Fellaskóli
Drengir 1.-5. bekkur
1. Sveinbjörn Fróði Magnússon 5.b Egilsstaðaskóli
2. Atli Skaftason 5.b Brúarásskóli
3. Máni Benediktsson 4.b Brúarásskóli
Stúlkur 6.-10. bekkur
1. Eydís Jóhannsdóttir 10.b Egilsstaðaskóli
2. Embla Von Sigurðardóttir 10.b Egilsstaðaskóli
3. Díma Írena Pálsdóttir 8.b Egilsstaðaskóli
Drengir 6.-10. bekkur
1. Ólafur Sveinmar Guðmundsson 8.b Egilsstaðaskóli
2. Daniel Just 6.b Egilsstaðaskóli
3. Atli Geir Sverrisson 10.b Egilsstaðaskóli
Sverrir Gestsson, skákstjóri
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.