Sjötti fundur bæjarstjórnar í beinni

Í dag kl. 17.00, verður í sjötta sinn bein útsending frá fundum  bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Allir þeir sem hafa aðgang að Netinu eiga að geta fylgst með fundunum í tölvum sínum. 

Til að auðvelda sem flestum að taka til sín útsendinguna er myndin höfð lítil og þar með létt en hljóð ætti að skila sér vel við allar kringumstæður. Auk sem fundir bæjarstjórnar eru sendir beint út þá eru þeir vistaðir í tölvukerfi sveitarfélagsins þannig að hægt er að skoða fundina hvenær sem er eftir að þeir fara fram. Með þessum hætti er íbúum sveitarfélagsins og öðrum gert kleyft að fylgjast með umræðum og ákvörðunartökum bæjarstjórnar um málefni sveitarfélagsins, án þess að sitja í fundarsal. Fundir bæjarstjórnar eru annars opnir öllum nema annað sé tekið fram.

Á heimasíðu sveitarfélagsins (undir hnappnum Útsending bæjarstjórnafund til hægri á forsíðu) má finna upptökur af þeim fimm bæjarstjórnarfundum sem hingað til hafa verið sendir beint út auk þess sem þar má finna slóðir á næstu fundi.