Sjö sækja um Egilsstaðaprestakall

Sjö umsækjendur eru um embætti prests í Egilsstaðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi. Umsóknarfrestur rann út 26. júní sl.

Umsækjendur eru:
•    Cand. theol. Arnaldur Máni Finnsson
•    Cand. theol. Elín Salóme Guðmundsdóttir
•    Cand. theol. Davíð Þór Jónsson
•    Sr. Hanna María Pétursdóttir
•    Cand. theol. Inga Sigrún Atladóttir
•    Cand. theol. Sigríður Rún Tryggvadóttir
•    Mag. theol. Sveinn Alfreðsson

Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts í Austurlandsprófastsdæmi.