Nú þegar er farið að dimma er fólki bent á að leita uppi endurskinsmerkin sín frá í fyrra eða þá fá sér ný. Nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir slys að allir, börn, fullornir og jafnvel hundar og hestar séu vel sjáanleg í myrkrinu.
Allir ættu að finna endurskin við hæfi, því það eru til margar gerðir og stærðir eins og endurskinsvesti, hangandi merki, klemmur og límmerki. Endurskinsmerki fást víða, t.d. í lyfjaverslunum og á bensínstöðvum, og má stundum fá frítt hjá tryggingfyrirtækjum og bönkum. Einnig selja ýmis samtök skemmtileg endurskinsmerki í fjáröflunarskyni. Þá fást í vefnaðarvöruverslunum borðar til að sauma á flíkur eða festa með frönskum rennilás.
Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa endurskinsmerkin fremst á ermum, á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Þá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendur þeim mun meira er öryggi þeirra síðarnefndu í umferðinni.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.