Sjálfbærar sláttuvélar

Í sumar munu umhverfisvænar og sjálfbærar „sláttuvélar“ sjá um grassláttinn á spildunni með þjóðveginum norðan og vestan við Hótel Hérað. Svæði þetta er erfitt yfirferðar með hefðbundnari sláttuvélum og því hefur verið ákveðið að beita hestum á svæðið, í staðinn fyrir að ráðast í dýrar aðgerðir á svæðinu til að auðvelda sláttinn. Þá er einnig vonast til þess að hestar á þessum áberandi stað muni verða gestum og gangandi til ánægju. Það eru Gunnar Jónsson, bóndi á Egilsstöðum, Hótel Hérað og sveitarfélagið sem standa saman að þessu skemmtilega verkefni.