Silfurmaðurinn í heiðurshöll ÍSÍ

Egilsstaðabúinn, Vilhjálmur Einarsson, silfurverðlaunahafi í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956, var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ á 100 ára afmælishátíð ÍSÍ, þann 28. janúar.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti einróma að útnefna Vilhjálm í heiðurshöllina á hátíðarfundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ fyrr þennan dag. Vilhjálmur er sá fyrsti sem hlýtur þann heiður.

Heiðurshöll er byggð á erlendri fyrirmynd og er hugsuð til að hægt sé að geyma og sýna minningar í máli og myndum um helstu afrek hallarbúa. Nánar um heiðurshöllina og Vilhjálm má sjá hér. Þá má sjá myndbrot frá afmælishátíðinni á visir.is.

Myndin er tekin af vef ÍSÍ.