Selskógur grisjaður

Þessa dagana er verið að grisja Selskóg. Í ár er haldið áfram þar sem frá var horfið í fyrrasumar, og eins og þá er það fyrirtækið Skógráð ehf. sem sér um grisjunina. Mikil þörf var á að grisja skóginn, því talsvert mörg birkitré hafa drepist af völdum maðks á undanförnum árum.

Í kjölfar þess eru að verða nokkrar breytingar á skóginum því talsvert mörg sjálfsáð reynitré, sem fá nú rými til að vaxa, hafa skotið rótum víða í skóginum. Því má gera ráð fyrir að íslensk reynitré verði meira áberandi í Selskógi í framtíðinni en hingað til.