Samstarfssamningur um æskulýðsrannsóknir

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Bryndís Björk Ásgeirsdóttur frá Háskólanum í Reykjavík og Hrefna Pálsdóttur frá Rannsóknum og greiningu undirrituðu í gær, 14. mars, endurnýjaðan samstarfssamning um úrvinnslu gagna úr æskulýðsrannsóknunum Ungt fólk.  Samningurinn tekur til áranna 2013 til 2016.


Upphaflega var gerður hliðstæður samningur árið 2006 og markmiðið var að geta fylgst náið með aðstæðum barna og ungmenna á miklu uppbyggingarskeiði í samfélögunum hér eystra. Það er ekki síður mikilvægt að fylgjast með aðstæðum ungs fólks í kjölfar slíkra tíma og því er ánægjulegt að um áframhaldandi samstarf sveitarfélaganna, ráðuneytisins og rannsóknaraðilanna verði að ræða þar sem áfram verður unnið með niðurstöður er snúa að menntun, menningu, tómstundum. íþróttaiðkun og framtíðasýn og almennri líðan ungmenna á Austurlandi