Samstaða gegn glæpahópum

Á borgarafundi í gærkvöld kom fram að íbúar á Egilsstöðum ætla að vinna saman gegn því að glæpasamtök komi sér upp aðstöðu í bænum.

Þetta kom fram í fréttum Sjónvarps í gærkvöld. Þar kom fram að um 100 manns hefðu mætt á fundinn sem boðað hafði verið til vegna gruns lögreglu um það að glæpasamtök ætli sér að ná fótfestu á Austurlandi.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir ástæðu fyrir þessu einfalda. Hér sé engin sérstakur brotahópur sem ráði þannig að þetta sé vænlegur framtíðarmarkaður. Talið er að Egilsstaðir virki ákjósanlegur staður fyrir glæpasamtök því hér er alþjóðaflugvöllur og stutt í útflutningshafnir.

Á fundinum var einnig rætt um að koma upp nágrannavörslu á þéttbýlisstöðum á Austurlandi.

Fréttina á ruv.is má sjá hér.