Í byrjun desember var opnaður vefurinn Betra Fljótsdalshérað, þar sem íbúar sveitarfélagsins og annað áhugafólk um málefni þess getur skráð sig inn samkvæmt ákveðnum reglum og lagt þar fram tillögur og ábendingar til umræðu. Þær hugmyndir sem mesta umfjöllun fá hverju sinni á vefnum verða síðan valdar út í lok hvers mánaðar og vísað til viðkomandi nefndar sveitarfélagsins til frekari umfjöllunar.
Þar sem frekar fáar tillögur komu fram í aðdraganda jóla, hefur verið ákveðið að safna frekar í sarpinn og láta tillögurnar og umræðuna um þær lifa fram til mánaðarmótanna janúar og febrúar.
Íbúar eru hvattir til að skrá sig inn á Betra Fljótsdalshérað og taka þar þátt í uppbyggilegri umræðu og tillögugerð um málefni sveitarfélagsins.
Slóðin inn á vefinn er: betrafljotsdalsherad.is. Einnig er áberandi tengill inn á vefinn á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.