Samningur undirritaður um Valaskjálf

Í dag undirrituðu Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri og Dagmar Jóhannsdóttir rekstrar- og leigusamning um Félagsheimilið Valaskjálf.

Fljótsdalshérað gerði fyrir stuttu síðan leigusamning við eigendur Valaskjálf um leigu á húsnæðinu. Í framhaldinu auglýsti sveitarfélagið svo húsnæðið laust til umsóknar áhugasömum rekstraraðilum.

Dagmar Jóhannsdóttir er að vonum ánægð með samninginn og lítur framtíð Valaskjálf björtum augum. Hún segir að þegar hafi verið dansleikur á sunnudagskvöld og í framundan séu ýmsir menningarviðburðir. “Afmælishátíð Hattar verður 24. maí og Djasshátíð Austurlands er í júní. Svo munu safnast upp væntanlegir viðburðir smám saman. Húsið verður fullbókað í sumar og fyrirhugaðir eru dansleikir aðra hverja helgi. Við ætlum líka að vera með barinn opinn um þær helgar sem ekki eru böll.” segir Dagmar.

Samningurinn felur ekki einungis í sér leigu á Félagsheimilinu því eldhúsaðstaða er partur af húsnæðinu og segir Dagmar að þau muni þjónusta Hótelið í sumar. “Við munum þjónusta Hótel Valaskjálf með morgunverðarborð og kvöldverðahópa, en eigendur hótelsins munu reka það á sumrin. Ég er líka með á prjónunum Smurbrauðs- og veisluþjónustu.”