- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Í dag undirrituðu Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstaður og Skíðafélagið í Stafdal samstarfssamning um rekstur skíðasvæðisins í Stafdal.
Samningurinn er endurnýjun á fyrri samningi og felur í sér að skíðafélagið tekur að sér allan rekstur og umsjón skíðasvæðisins. Meðal ákvæða í samningnum er að samráðsnefnd sveitarfélaganna og skíðafélagsins skal fyrir 1. maí 2014 gera fjögurra ára áætlun um frekari uppbyggingu svæðisins.
Á myndinni má sjá bæjarstjórana Vilhjálm Jónsson og Björn Ingimarsson og formann skíðafélagsins Magnús Baldur Kristjánsson undirrita samninginn.