- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Í dag, klukkan 15.00, var undirritað samkomulag vegna starfssemi grunnskóla við Kárahnjúka.
Það voru þeir Þórarinn V. Þórarinsson, fulltrúi verktakafyrirtækisins Impregilo SpA Island og Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, sem undirrituðu samkomulagið.
Með samkomulaginu mun Fljótsdalshérað koma með beinum hætti að grunnskólastarfi við Kárahnjúka. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að samningsaðilar muni sameiginlega sækja um heimild til menntamálaráðuneytisins til að víkja frá grunnskólalögum á grundvelli 53. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995. Undanþágubeiðnin varðar börn á skólaskyldualdri sem hafa lögheimilisfestu í sveitarfélaginu og munu stunda nám í skóla sem starfræktur er á vegum verktakafyrirtækisins Impregilo í vinnubúðum við Kárahnjúka á skólaárinu 2006-2007. Um er að ræða börn erlendra starfsmanna verktakafyrirtækisins Impregilo sem vegna starfa sinna hérlendis hafa réttindi og skyldur sem íbúar í sveitarfélaginu Fljótsdalshérað.