Samkomulag um viðarorkuver á líforkuráðstefnu

Í gær, 18. ágúst, hóft alþjóðleg ráðstefna á Hallormsstað um líforku undir yfirskriftinni PELLETime symposium. Á sama tíma var undirritað samkomulag á milli Fljótsdalshéraðs og Skógarorku ehf. um kaup sveitarfélagsins á orku frá viðarkurlorkuveri til húshitunar á Hallormsstað.

Ráðstefnan er hluti af verkefni sem Héraðs- og Austurlandsskógar taka þátt í ásamt Skógrækt ríkisins á Austurlandi. Finnar leiða verkefnið sem er á vegum Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins en auk íslensku stofnanana taka þátt sambærilegar stofnanir í Skotlandi og Svíðþjóð. Á ráðstefnunni verður fjallað um líforku, timbur og skyld efni og hvernig hægt sé að nýta náttúruauðlindir á ábyrgan hátt. Ráðstefnan fer fram á ensku, en fyrirlesarar eru m.a. frá Íslandi, Noregi, Skotlandi, Finnlandi og Svíðþjóð.

Ráðstefnan hófst á hádegi þann 18. ágúst og hún stendur til 20. ágúst. Hægt er að fá nánari upplýsingar um ráðstefnuna á vef Skógræktarinnar eða hér