Efnt hefur verið til samkeppni um hönnun á lyklakippu fyrir Austurland í samvinnu við List án landamæra á Austurlandi 2014.
Verkefnið: Að hanna lyklakippu sem sækir innblástur í landvætt Austurlands, dreka sem ver fjórðunginn fyrir ágangi. Í Heimskringlu er honum lýst sem ógurlegum óvætti sem fylgt er af eitruðum ormum, pöddum og eðlum. Sérstök áhersla verður lögð á að hægt verði að framleiða lyklakippuna úr staðbundnum hráefnum frá Austurlandi.
Verðlaunaféð: Höfundur þeirrar hugmyndar sem þykir skara fram úr hlýtur 70.000 kr. í verðlaun. Einnig mun Austurbrú veita viðkomandi ráðgjöf um að koma lyklakippunni í framleiðslu og sölu. Þá verða veittar viðurkenningar fyrir annað og þriðja sæti.
Fyrir hverja: Keppnin er öllum opin og vonast er til að sem flestir taki þátt.
Skráning þátttöku fer fram frá 20. febrúar til 28. febrúar 2014 á netfangið kre80@hotmail.com. Samkeppnisreglur verða sendar/afhentar þátttakendum.
Skráning þátttöku fer fram frá 20. febrúar til 28. febrúar 2014 á netfangið kre80@hotmail.com. Samkeppnisreglur verða sendar/afhentar þátttakendum.
Sýning á öllum innsendum tillögum fer fram í Sláturhúsinu á Egilsstöðum Menningarmiðstöð frá 10. maí til 24. maí. Úrslit samkeppninnar verða tilkynnt 26. maí í Sláturhúsinu.
Nánari upplýsingar veitir Halla Ormarsdóttir á netfangið hallao@egilsstadir.is eða í síma 8481953.
Þeir sem standa að verkefninu eru Austurbrú, Fljótsdalshérað, List án landamæra og Brúnás innréttingar.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.