Samkaup styrkir Hött

Samkaup verður einn aðalstyrktaraðili unglinga og barnastarfs íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum. Formaður Hattar, Davíð Þór Sigurðsson og framkvæmdastjóri Samkaupa, Ómar Valdimarsson undirrituðu samstarfssamning milli félaganna nýverið.

Samningurinn er til þriggja ára og rennir styrkum stoðum undir fjárhagslegan stöðugleika hjá Hetti en yfir 500 börn og unglingar æfa íþróttir hjá félaginu í sex deildum. Samkaup hefur styrkt Hött undanfarin þrjú ár og þannig sýnt vilja til að styrkja nærsamfélagið og mun halda því áfram næstu þrjú ár.