Samið við Austurbrú um innviðagreiningu

Björn Ingimarsson, Guðmundur Davíðsson og Jóna Árný Þórðardóttir við undiritun samningsins.
Björn Ingimarsson, Guðmundur Davíðsson og Jóna Árný Þórðardóttir við undiritun samningsins.

Miðvikudaginn 17. maí undirrituðu Fljótsdalshérað og Hitaveita Egilsstaða og Fella samning við Austurbrú um að Austurbrú taki að sér gerð innviðagreiningar fyrir Fljótsdalshérað.

Tilgangurinn með verkefninu er að lýsa helstu innviðum sveitarfélagsins þannig að þær upplýsingar nýtist m.a. við að kynna tækifæri og aðstæður til atvinnuuppbyggingar á Fljótsdalshéraði. Þannig verður meðal annars gerð grein fyrir svæðum og lóðum fyrir atvinnurekstur svo og til íbúðabyggingar og aðstæðum til mannvirkjagerðar. Orkuflutningskerfum verður lýst og tækifærum til orkuframleiðslu og nýtingu hennar gerð skil. Farið verður yfir hina ýmsu umhverfisþætti sem máli geta skipt, sem og samgöngukosti á Fljótsdalshéraði og Austurlandi og þá ekki síst Egilsstaðaflugvöll. Þá verður gerð grein fyrir vinnumarkaðnum og þeirri fjölbreyttu flóru opinberrar þjónustu og þjónustu á markaði sem í sveitarfélaginu er.

Verkefnastjóri við gerð innviðagreiningarinnar er Jón Steinar G. Mýrdal, hjá Austurbrú. Gert er ráð fyrir að Austurbrú skili af sér verkefninu í lok október.