Samið um smíði og uppsetningar innréttinga í hjúkrunarheimilið

2. júlí sl. var undirritaður samningur milli Miðáss ehf. og Fljótsdalshéraðs um smíði og uppsetningu innréttinga í hjúkrunarheimilið á Egilsstöðum, sem nú er í byggingu. Samningsbundni verklok þessa verkþáttar miðast við 15. janúar 2015.

Á meðfylgjandi mynd eru Jón Hávarður Jónsson framkvæmdastjóri Miðáss og Björn Ingimarsson bæjarstjóri að handsala samninginn, eftir að hafa lokið undirritun hans.

Björn segir að ánægjulegt sé að heimaaðilar skuli hafa átt lægsta boð í þennan verkþátt, en leitað var tilboða í hann á landsvísu. Byggingarnefnd hjúkrunarheimilisins hefur væntingar um að Miðás skili góðu og vönduðu verki, í ljósi mikillar og góðrar reynslu þeirra í framleiðslu innréttinga.