- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Rétt fyrir jólin gerðu Fljótsdalshérað og Kvenfélag Skriðdæla með sér samning um leigu kvenfélagsins á Félagsheimilinu Arnhólsstöðum í Skriðdal. Með samningnum er kvenfélaginu heimilt að nota félagsheimilið til samkomuhalds og menningar- og veitinga- og gististarfsemi á hvern þann hátt sem það vill og er í samræmi við lög og reglugerðir og opinber leyfi. Sveitarfélagið mun aftur á móti, á næstu árum, tryggja nauðsynlegt viðhald á húsinu.
Til viðbótar við Arnhólsstaði rekur Fljótsdalshérað félagsheimili á Iðavöllum, í Hjaltalundi og á Eiðum.
Það voru þær Hugrún Sveinsdóttir og María Kristjánsdóttir sem undirrituðu samninginn fyrir hönd kvenfélagsins og Björn Ingimarsson fyrir hönd sveitarfélagsins.