Rétt fyrir jólin gerðu Fljótsdalshérað og Kvenfélag Skriðdæla með sér samning um leigu kvenfélagsins á Félagsheimilinu Arnhólsstöðum í Skriðdal. Með samningnum er kvenfélaginu heimilt að nota félagsheimilið til samkomuhalds og menningar- og veitinga- og gististarfsemi á hvern þann hátt sem það vill og er í samræmi við lög og reglugerðir og opinber leyfi. Sveitarfélagið mun aftur á móti, á næstu árum, tryggja nauðsynlegt viðhald á húsinu.
Til viðbótar við Arnhólsstaði rekur Fljótsdalshérað félagsheimili á Iðavöllum, í Hjaltalundi og á Eiðum.
Það voru þær Hugrún Sveinsdóttir og María Kristjánsdóttir sem undirrituðu samninginn fyrir hönd kvenfélagsins og Björn Ingimarsson fyrir hönd sveitarfélagsins.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.