Eldsnemma í morgun, föstudaginn 7. mars, hélt hópur ungmenna frá Fljótsdalshéraði til Reykjavíkur til þess að vera viðstödd hátíðina "SamFestingur 2014" en sú hátíð er stærsti viðburður ársins sem Samfés heldur og talið er að allt að 4500-5000 unglingar komi þar saman. Hátíðin er í tveimur hlutum og byrjar með risaballi sem haldið er í Laugardalshöll þar sem allar helstu hljómsveitir koma fram, þar á meðal Páll Óskar, Retro Stefson og Kaleo.
Á laugardeginum er svo söngvakeppni Samfés. Í ár getur Fljótsdalshérað státað af 2 flottum fulltrúum í þeirri keppni. Embla Ósk Tjörvadóttir syngur þar fyrir hönd Nýungar og Jóhanna Malen Skúladóttir fyrir hönd Afreks. Ása Jónsdóttir spilar undir á fiðlu hjá Jóhönnu Malen.
Bent er sérstaklega á að keppnin verður sýnd í opinni dagskrá á Popptíví á laugardag en keppnin hefst klukkan 13.00.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.