Samfella á vegum Nýungar í kvöld

Samfella verður haldin í Sláturhúsinu kl. 20.00 í kvöld, föstudaginn 30 október. Samfella er undankeppni fyrir Samaust, söng- og hönnunarkeppni félagsmiðstöðva á Austurlandi, sem haldin verður í Valaskjálf föstudaginn 6. nóvember. Á Samfellu er bæði keppt í STÍL sem er hönnunar-, förðunar- og hárgreiðslukeppni og söngkeppni þar sem þrjú fyrstu sætin munu keppa á Samaust fyrir hönd Nýungar. Eitt STÍL lið mun sýna sitt atriði í kvöld og átta atriði verða í söngkeppninni. Keppnin er opin öllum og aðgangur að henni er ókeypis.