Samfélagssmiðjan 30.janúar

Fimmtudaginn 30. janúar verða kjörnir fulltrúar og starfsfólk til viðtals í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var), milli klukkan 12 og 18.

Frá klukkan 12 til 15 verða til viðtals þau Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi og Hrund Erla Guðmundsdóttir, skjalastjóri og starfsmaður jafnréttisnefndar.

Milli klukkan 15 og 18 verða til viðtals þeir Benedikt Hlíðar Stefánsson, formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar, og Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða, alltaf með heitt á könnunni.