Samfélagsdagur: Hreinsað meðfram þjóðvegum

Í tilefni af fyrirhuguðum Samfélagsdegi 26. maí, var fyrir stuttu ákveðið á starfsmannafundi starfsfólks á skrifstofu Fljótsdalshéraðs, að sameinast um að tína rusl meðfram þeim fimm aðkomuleiðum sem liggja að Egilsstöðum og Fellabæ.

Farinn verður einhver spölur út frá þéttbýlinu inn Fellin, meðfram þjóðveginum frá Fellabæ, inn Vallaveginn frá Egilsstöðum og eins út Eiðaveginn, svo og upp með Selbrekkunni eftir Norðfjarðarvegi.