Starfsfólk á skrifstofu Fljótsdalshéraðs tók forskot á Samfélagsdaginn í gær og tíndi rusl meðfram þeim fimm aðkomuleiðum sem liggja að Egilsstöðum og Fellabæ.
Töluvert magn af rusli safnaðist og athygli vakti hve mikið af því eru sígarettupakkar og litlar ávaxtadrykkjarfernur sem einhverjir kjósa sennilega að fleygja út úr bílum sínum.
Á myndinni má sjá Guðlaug Sæbjörnsson og Ómar Þ. Björgólfsson brosmilda að lokinni ruslatínslu.
Samfélagsdagurinn, 26. maí 2012, er samstarfsverkefni Fljótsdalshéraðs, Fjarðabyggðar, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Alcoa. Allar upplýsingar um Samfélagsdag á Héraði má sjá hér: www.fljotsdalsherad.is/samfelagsdagur
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.