Samfélagsdagur – hrein upplifun

Starfsfólk á skrifstofu Fljótsdalshéraðs tók forskot á Samfélagsdaginn í gær og tíndi rusl meðfram þeim fimm aðkomuleiðum sem liggja að Egilsstöðum og Fellabæ.

Töluvert magn af rusli safnaðist og athygli vakti hve mikið af því eru sígarettupakkar og litlar ávaxtadrykkjarfernur sem einhverjir kjósa sennilega að fleygja út úr bílum sínum.

Á myndinni má sjá Guðlaug Sæbjörnsson og Ómar Þ. Björgólfsson brosmilda að lokinni ruslatínslu.

Samfélagsdagurinn, 26. maí 2012, er samstarfsverkefni Fljótsdalshéraðs, Fjarðabyggðar, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Alcoa. Allar upplýsingar um Samfélagsdag á Héraði má sjá hér: www.fljotsdalsherad.is/samfelagsdagur